Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Mývatnssveit og nágrenni

Mývatnssveit og nágrenni

Njóttu einstakrar náttúru svæðisins

Í þorpinu í Reykjahlíð og víðar í sveitinni, er að finna upplýsingamiðstöð, matvörubúð, apótek, læknamóttöku, bensínstöð, pósthús, sparisjóð, bílaverkstæði, verslun með handverk af svæðinu, barnaleikvöll og ærslabelg.

Möguleiki er að nýta aðstöðu í íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Hægt er að nálgast upplýsingar um verð og það sem er í boði hverju sinni hjá starfsfólki.

Jarðböðin eru í næsta nágrenni, frábær staður til að hvíla sig frá amstri dagsins og slaka á.

Fuglasafn Sigurgeirs er einstakt einkasafn 280 fugla og eggja. Einnig er sögu silungsveiði og eggjatöku í Mývatni gerð skil í safninu.

Reykjahlíð er tengd leiðarkerfi strætisvagna. Stoppistöðin er í miðju þorpinu. Hægt er að finna komu- og brottfarartíma og staði á netinu.

Á svæðinu umhverfis Mývatn eru góðir göngu- og hjólastígar með mismunandi undirlagi. Við gefum gestum okkar gjarnan nánari upplýsingar.

myvatn_and_surroundings_jpg_7c15b352ac.JPG
myvatn_and_surroundings_leirhnjukur_jpg_34934c87a7.JPG

Margir áfangastaðir og náttúrufyrirbæri eru í innan við 15 mínútna akstursfjarlægð. Staðir eins og Krafla og eldstöðvarnar þar – Víti og Leirhnjúkur, hverasvæðið við Hverarönd, Hverfell, Grjótagjá og Stóragjá, Dimmuborgir, Skútustaðagígar, fjallið Vindbelgur, Höfði, Kálfaströnd og margir fleiri.

myvatn_and_surroundings_view_from_the_lake_e51ee4bafe.jpg
myvatn_and_surroundings_hoefdi_0870a6cc55.jpg
myvatn_and_surroundings_hoefdi_fbafaea2a9.jpg
myvatn_and_surroundings_Storagja_winter_35fd2c3f78.JPG
myvatn_and_surroundings_dimmuborgir_jpg_e5c41598a1.JPG
myvatn_and_surroundings_viti_jpg_17806447e7.JPG
myvatn_and_surroundings_hverir1_jpg_143a7fefbd.JPG
myvatn_and_surroundings_namafjall_jpg_7f0390bfa7.JPG
myvatn_and_surroundings_hverir_jpg_d7469334d9.JPG
myvatn_and_surroundings_leirhnjukur_jpg_9189e2836f.JPG
myvatn_and_surrounding_Myvatn_spring_e913229ec6.JPG
myvatn_and_surroundings_hoefdi_f123cf020e.jpg
myvatn_and_surrounding_Dimmuborgir_winter_537ae94ce6.JPG
myvatn_and_surrounding_hverfell_summer_c983642210.JPG
myvatn_and_surrounding_grjotagja_dc6bae7ea5.JPG
myvatn_and_surrounding_Hoefdi_autumn_a3b8962854.JPG

Í nágrenninu eru líka fjölmargir staðir sem auðvelt er að komast til í styttri  eða lengri dagsferðir.  Af þessum stöðum má nefna Dettifoss, Hafragilsfoss, Ásbyrgi, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Húsavík og Akureyri.

myvatn_and_surroundings_herdubreid_42235fc9e7.jpg
myvatn_and_surroundings_moedrudalur_7bbb61cb16.jpg
myvatn_and_surrounding_Godafoss_winter_178a63b32b.JPG
myvatn_and_surrounding_Dettifoss_winter_49f09e4979.JPG
myvatn_and_surrounding_Dettifoss_summer_dbea523cd9.JPG
myvatn_and_surroundings_aldeyarfoss_4bbf8d68c3.JPG
myvatn_and_surroundings_hafragilsfoss_jpg_a04837bd54.JPG
myvatn_and_surroundings_selfoss_jpg_423e6e58ff.JPG

Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu bjóða upp á ferðir í íshellinn Lofthelli eða í Herðubreiðarlindir og Öskju. Einnig er boðið upp á snjósleðaferðir, sleðahundaferðir, reið- og hjólatúra.

myvatn_and_surroundings_askja_jpg_25d3ca2034.JPG
myvatn_and_surrounding_Lofthellir_JPG_d8acbe7e86.JPG

Yfir vetrartímann er lítil skíðalyfta opin í Kröflu. Hún er rekin af íþrottafélaginn og hentar sérstaklega vel fyrir börn.

myvatn_and_surrounding_ski_area_winter_3432b26153.JPG