Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Meðan á dvöl stendur

Meðan á dvöl stendur

Upplifðu sérstöðu okkar

Fyrir utan áhrifamikið landslag og náttúru er það markmið okkar, tengt hugmyndinni um Slow Travel, að bjóða upp á eftirminnilegar stundir og  fræðslu.  Aftengjast amstri daglegt lífs, slaka á, taka því rólega og njóta þagnarinnar og umhverfisins.

Við leggjum áherslu á gæði og persónulega þjónustu og svörum gjarnan spurningum gesta.

Menning og hefðir

Við viljum stuðla að því að gestir okkar upplifi menningu og hefðir með öllum skilningarvitum og miðlum því gjarnan þekkingu okkar.

Við viljum veita innsýn í sögu og lífshætti fyrr og síðar, tengt sveitinni og  Mývatni. 
Gestir kynnast söguslóðum og geta lesið frásagnir af fólki sem bjó hér fyrr á tímum og til dagsins í dag. Þeir geta skoðað gamlar myndir og muni og lært hvernig þeir voru notaðir.

Við gefum gjarnan ábendingar um menningu og viðburði á svæðinu.

during_your_stay_julelads_37afdf139f.jpg
during_your_stay_culture_and_tradition_sheep_0d2f4953e4.JPG
during_your_stay_culture_and_tradition_egg_collecting_73bf4579bb.JPG
during_your_stay_culture_and_tradition_netfishing_4a9ee529e1.JPG

Matur úr héraði

Íslenskur, hefðbundinn, upprunalegur.  Það er gott að gefa sér tíma til matbúa og njóta góðra og hollra matvæla af svæðinu.

Í Mývatnssveit er mikið framboð af matvælum úr héraði; silungur, lambakjöt, kartöflur,   grænmeti og villtar plöntur og kryddjurtir.

Með hefðbundinni íslenskri matreiðslu er hægt að töfra fram dýrindis rétti úr einföldu hráefni.
Þekking hefur verið flutt frá kynslóð til kynslóðar. Við gefum gestum okkar gjarnan uppskriftir til að matreiða eftir.

Árstíðabundið og ef gestir óska, er hægt að kaupa matvæli hjá okkur  úr eigin ræktun og framleiðslu. Beint úr náttúrunni á diskinn.

during_your_stay_culinaric_sourdoughbread_2d07ff1209.JPG
during_your_stay_culinary_larchmushrooms_77d2436c4c.jpg
during_your_stay_culinary_fish_fbf82fbf82.jpg
during_your_stay_culinaric_potatoes_fb0814405f.JPG
during_your_stay_culinary_icelandic_moss_b6308c7cf6.JPG
during_your_stay_culture_and_tradition_laufabraud_0636a0b5c1.JPG

Handverk

Við vinnum handverk og muni, eingöngu úr náttúrulegum efnum. Og við finnum gömlum hlutum nýtt hlutverk.

Munir, sem við höfum skapað, eru á staðnum og gestir geta keypt þá hjá okkur til að taka með heim til minja um dvölina.

during_your_stay_handcraft_sheep_wool_07ba2ddea4.JPG
during_your_stay_handcraft_sheep_wool1_08d461fa52.JPG
during_your_stay_handcraft_63586559aa.JPG
during_your_stay_handcraft_sheep_wool_89e36d0809.JPG

Veður og árstíðir   

Á Íslandi er allra veðra von, það er oft í aðalhlutverki í lífi okkar og  ferðum, hefur áhrif á áætlanir okkar og hvað við gerum.

Allt árið hefur veðrið áhrif á sjónar- og litaspil náttúrunnar og hvernig við upplifum þessi fyrirbæri. Norðurljós á veturna, miðnætursólin á sumrin,  snjókoma eða veðurblíða. Alltaf er hægt að njóta og við hjálpum til að skipuleggja og haga sér eftir veðri og vindum.

during_your_stay_natural_and_weather_phenomena_midnightsun_5ec4846027.jpg
during_your_stay_natural_and_weather_phenomena_northernlights_8abb288943.jpg
during_your_stay_nature_and_weather_phenomens_rainbowclouds_d7c17439ad.jpg
during_your_stay_nature_and_weather_phenomens_fishing_541ee934ef.jpg

Tilboð fyrir börn

Ef óskað er, bjóðum við börnum upp á litlar ævintýraferðir yfir sumartímann.  Með leik og með því að snerta, þreifa, horfa, heyra, finna lykt og bragð læra börnin um eldfjöll, sauðfé, hesta  og ýmislegt fleira tengt náttúru og umhverfi.

Á meðan geta foreldrarnir notið rólegrar stundar á svölunum eða fylgst með börnunum í ævintýragöngu um hraunið og nágrennið.
 
Lengd: u.þ.b. 2 klukkustundir
Aldur: Börn frá þriggja til tíu ára (ef óskað er, geta eldri börn tekið þátt)
Tungumál: Íslenska, þýska, enska.
Verð: 8000 krónur fyrir eitt barn.  50% afsláttur fyrir hvert viðbótarbarn

Náttúruvernd og sjálfbærni

Meginmarkmið okkar er að leggja áherslu á náttúruvernd og að lifa á sjálfbæran hátt. Við reynum að skapa gestum okkar möguleika á umhverfisvænni dvöl.