Við notum vafrakökur til að bæta notendaupplifun. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Óli's homestay

Óli's homestay

Gamla húsið okkar í Reykjahlið

Óli's homestay

Húsið, sem var áður heimili okkar, er gamalt og notalegt lítið timburhús með sál. Fjölskyldumyndir á veggjum, marrið í gólfinu,  hlutir og munir frá fjölskyldunni og handverkið okkar, segja sögur úr fortíðinni.  Þetta gefur húsinu sérstakan sjarma.

Látlaus og hrífandi gisting  fyrir allt að fjóra gesti.

Lítið gistihús efst í Reykjahlíðarþorpi í Mývatnssveit.

Svefnherbergi

  • tvö einsmannsrúm í hvoru herbergi
  • ferðarúm fyrir smábörn ( ef óskað er)
  • rúmföt
  • herðatré
  • mykratjöld
  • leslampar

Eldhús og setustofa

  • einföld innrétting
  • eldavél með bökunarofni
  • ísskápur með frystihólfi
  • örbylgjuofn
  • áhöld, pottar og borðbúnaður fyrir einfaldar máltíðir 
  • eldhúsborð og stólar
  • sófi
  • bækur og lesefni

Baðherbergi

  • sturta
  • salerni
  • hárþurrka
  • handklæði
  • sápa
  • handspritt
  • salernispappír

Öryggisbúnaður

Annar útbúnaður og þjónusta

Vinsamlegast athugið

Að búa í sátt við náttúruna er okkar æðsta takmark. Við biðjum gesti að ganga með virðingu um landið og allar lifandi verur, sem á vegi verða.

Mikilvægt er að taka tillit til nágranna.

Á ferð ykkar um svæðið biðjum við um að þið haldið ykkur á merktum göngustígum og að flokka sorp og setja í viðeigandi ílát.

Drónar eru ekki leyfðir.